Fréttir

Dagbjartur sigraði á Nesinu
Miðvikudagur 7. ágúst 2024 kl. 23:51

Dagbjartur sigraði á Nesinu

Dagbjartur Sigurbrandsson stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu á frídegi verslunarmanna. Þetta var í 28. sinn sem mótið er haldið.

Dagbjartur hafði betur gegn Kjartani Ó. Guðmundssyni á 9. brautinni.

Eins og alltaf rennur hagnaður mótsins til góðra málefna. Nú var það Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, sem  varð fyrir valinu og rann ein milljón króna til félagsins.

Úrslit í Einvíginu 2024:

1.sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR

2.sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK

3.sæti: Aron Emil Gunnarsson, GOS

4.sæti: Logi Sigurðsson, GS

5.sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG

6.sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR

7.sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG

8.sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

9.sæti: Karlotta Einarsdóttir, NK

10.sæti: Böðvar Bragi Pálsson, GR