golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Covid gerði golfinu gott
Sunnudagur 29. janúar 2023 kl. 15:08

Covid gerði golfinu gott

Covid heimsfaraldurinn gerði margan óskunda en samkvæmt öllum tölulegum upplýsingum hefur hann reynst golfíþróttinni einstaklega vel. Tölulegar upplýsingar sýna að enginn annar viðburður í seinni tíð hefur ýtt jafn mikið undir vöxt golfsins. Nú stendur yfir í Orlando í Florida, PGA golfsýningin (PGA World Golf Merchandise Show). Þar voru birtir kaflar úr Heimsskýrslunni um golf (The World Golf Report). Skýrslan sýnir án nokkurs vafa að vöxtur í golfi og golftengdum varningi hefur verið gríðarlegur. Á heimsvísu jókst sala á golfbúnaði og varningi í 1400 milljarða króna árið 2022 en það er um 30% aukning frá árinu 2019. Bandaríkin eru þar stærst með um þriðjung veltunnar en næst á eftir koma Kórea og Japan.

„Þetta hafa verið góð ár. Framleiðendur hafa dælt út varningi. Bandaríkjamenn, Kóreubúar, Japanir og bara fólk um allan heima hafa keypt upp golfvarning eins hratt og hefur verið framleitt. 2022 hefði getað verið enn betra ef ekki hefði verið fyrir vandræði í aðfangakeðjunni. Kaupendur hættu við þar sem afhendingum á búnaði seinkaði verulega og oft var varningur ekki að berast fyrr en undir lok golftímabilsins. “ segir John Krzynowek hjá Golf Datatech sem gefur út skýrsluna.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Um 90% af golfbúnaði og fatnaði selst í 5 löndum. Bandaríkjunum, Japan, Kóreu, Kanada og Bretlandi. 

Hvað gerist á næstu árum með vinsældir golfíþróttarinnar verður að koma í ljós en vel má vera að fólk snú aftur til tómstunda sem það iðkaði fyrir Covid faraldurinn, en golfið hefur sannarlega notið góðs af honum. Fólk hefur gaman af leiknum, nýir iðkendur eru að flykkjast í golfið, fleiri hringir eru leiknir og sala á varningi hefur aukist. Golfverslun er á miklu betri stað en árið 2019.

Það er ekki bara að iðkendum hafi fjölgað, heldur hafa golfarar almennt líka eytt meiri peningum í golf og búnað.

Heimsskýrslan um golf kemur út í heild sinni í mars næstkomandi