Fréttir

Axel endaði í 14. sæti á lokamótinu og stigalistanum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 22. október 2022 kl. 09:40

Axel endaði í 14. sæti á lokamótinu og stigalistanum

Keiliskylfingurinn Axel Bóasson endaði jafn í 14. sæti á lokamótinu á Nordic mótaröðinni sem fram fór á Mön í Danmörku. Axel lék lokahringinn á pari og náði ekki að vera í 6.-10. sæti sem hefði gefið honum takmarkaðan þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, á næsta ári. 

Axel fékk tvo fugla og tvo skolla á lokahringnum og endaði á 72 höggum. Hann endaði í 14. sæti á stigalistanum. Aron Snær Júlíusson, GKG, endaði í 54. sæti á stigalistanum og Andri Þór Björnsson, GR, í 83. sæti.