Aron Snær lék best allra í dag, leyfði Kylfingi að rabba við sig frá 8. holu að 9. teig
Ríkjandi Íslandsmeistari, Aron Snær Júlíusson í GKG, lék best allra á þriðja degi Íslandsmótsins, skrifaði undir skorkort upp á 69 högg eða -3 en það er einmitt heildarskor kappans. Hann kom sér í lokaráshópinn fyrir lokadaginn, hið svokallaða „Tiger-holl“ og má búast við mikilli spennu þegar hann, Dagbjartur Sigurbrandsson (-5) og forystusauðurinn Axel Bóasson (-7), fara af stað kl. 12:34 á morgun.
Aron leyfði Kylfingi að spjalla við sig á göngunni frá 8. holu að 9. teig.