Fréttir

Allt er þegar þrennt er hjá Ko - Ólympíugull og frægðarhöll
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2024 kl. 18:09

Allt er þegar þrennt er hjá Ko - Ólympíugull og frægðarhöll

Allt er þegar þrennt er gæti Lydia Ko hafa sagt eftir að hafa tryggt sér Ólympíugull í golfi kvenna á Le Golf National vellinum í París í gær.  Hún endaði tveimur höggu betri en sú þýska Esther Henseleit sem sótti að Ko í lokahringnum.

Hin 27 ára Ko frá Nýja Sjálandi var jöfn í forystu fyrir lokahringinn með Morgane Metraux frá Sviss en ekkert gekk upp hjá henni á síðasta deginum en Ko var yfirveguð og landaði sigrinum þó munurinn hafi ekki verið mikill. Hún leiddi með höggi þegar hún kom á lokateiginn en hún sýndi mikla yfirvegun og kláraði lokabrautina með stæl á fugli og endaði tveimur höggum á undan Henseleit.

Með gullinu tryggði Ko sér líka inn í frægðarhöll golfsins en hún vann silgur á Ólympíuleikunum 2016 og brons 2021. 

Lydia Ko hefur verið eins sigursælasta golfkona heims síðasta áratuginn en hún kom fram á sjónarsviðið aðeins 15 ára gömul þegar hún sigraði fyrsta á atvinnukvennamóti þá ennþá áhugakylfingur. Hún hefur á ferlinum sigraði tuttugu sinnum á LPGA, þar af tvo risatitla.

Lokastaðan.