Fréttir

Allir íslensku kylfingarnir úr leik í Danmörku
Íslensku kylfingarnir náðu sér ekki á strik í Danmörku. Mynd/golfsupport.nl
Laugardagur 24. ágúst 2024 kl. 12:35

Allir íslensku kylfingarnir úr leik í Danmörku

Enginn fimm Íslendinganna sem voru meðal þátttakenda á Indoor Golf Group mótinu á Áskorendamótaröðinni á Vesterby vellinum í Svíþjóð, komst í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín byrjaði fyrsta hringinn á höggi undir pari en lék næsta hring á þremur yfir og endaði á +2, höggi frá niðurskurðinum.

Hinir fjórir voru Guðmundur Kristjánsson, Axel Bóasson, Sigurður Arnar Grétarsson og Aron Bergsson.

Haraldur, Guðmundur og Axel eru með þátttökurétt á mótaröðinni en hinir tveir unnu sér þátttökurétt í þetta mót. Framundan eru úrtökumót sem okkar menn munu sækja til að tryggja sér þátttökurétti á mótaröðunum á næsta ári.

Skorið hjá Íslendingunum:

Haraldur Franklín 70-74 +2

Guðmundur Ágúst 74 - 73 +5

Sigurður Arnar Garðarsson 73-80 +11

Axel Bóasson 76 -78 +12

Aron Bergsson 73-81 +12