Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tvöfaldur skolli á síðustu holu kom í veg fyrir sigur hjá Huldu Clöru
Hulda Clara í Bergvíkinni í Leiru þar sem hún vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í fyrra. kylfingur.is/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 12:38

Tvöfaldur skolli á síðustu holu kom í veg fyrir sigur hjá Huldu Clöru

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Íslandsmeistari 2024 og 2021 endaði í 2. sæti á  Boilermaker Spring Classic háskólamótinu sem lauk í Indiana fylki í Bandaríkjunum í gær. Hulda lék á sex höggum undir pari og hringina þrjá á 69-70-71.

Hulda var með forystu í mótinu þegar níu holur voru eftir og forskotið fór í tvö högg á tólftu holu. Elise Fennel sem sigraði á mótinu og Clara voru jafnar í heildina þegar þær komu á 18. brautina í lokahringnum en þar fékk Íslandsmeistarinn tvöfaldan skolla og Fennell fékk skolla, höggi minna og tryggði sér sigurinn í blálokin. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Lokastaðan

Skólinn sem Hulda stundar nám við, Denver University, varð í 2. sæti í liðakeppninni.