Tvö draumahögg hjá Magnúsi á árinu
Keiliskylfingurinn og ljósmyndarinn Magnús Hjörleifsson fór holu í höggi í annað sinn á árinu þegar hann sló þetta fína draumahögg á 10. braut á Las Ramblas vellinum á Spáni nýlega. Fyrra draumahöggið á árinu var á Club De Golf Barcelona í apríl.
Maggi sló með 9-járni af 138 metrum á bláum teig á tíundu braut á Las Ramblas. Hann tók gulan golfbolta úr pokanum þegar hann kom á 10. teig og sá guli fór beint í holu eftir að hafa tekið 2-3 skopp á flötinni.
Maggi hefur leikið golf í hálfa öld og á tvö draumahögg af heimavellinum á Hvaleyri, á 6. og 15. braut.
„Það tók mig áratugi að ná draumahögginu en þau hafa öll komið eftir að ég varð 65 ára,“ sagði Maggi einherji hress og kátur með fjórða draumahöggið.
Maggi eftir draumahöggið á Barcelona vellinum í apríl.