Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Tvö draumahögg á Húsatóftavelli á einum sólarhring
Björn með boltann góða eftir fjórða draumhöggið. Myndin er af Facebook-síðu Björns.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 25. júlí 2022 kl. 10:33

Tvö draumahögg á Húsatóftavelli á einum sólarhring

Tveir kylfingar í Golfklúbbi Grindavíkur náðu draumahögginu á Húsatóftavelli og var ekki nema sólarhringur á milli höggana góðu hjá þeim.

Björn Birgisson fór holu í höggi á 2. brautinni á laugardag og var með 7-tré í höndunum en þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi. Björn lýsir þessu svo á Facebook-síðu sinni: „Upphafshöggið á 2. brautinni, sem er par þrjú braut, leit mjög vel út, en boltinn hvarf okkur Valdimar Einarssyni sjónum í niðurkomunni, þar sem hóll skyggir á holustaðsetninguna. Boltann sáum við ekki á flötinni, leituðum í niðurhallanum sem þarna er og handan við flötina, ef höggið skyldi hafa verið aðeins of langt, en ekki fundum við boltann - fyrr en einhverjum augnablikum síðar. Hann var í holunni! Hola í höggi - fjórða skiptið! Mögnuð tilfinning!

Hitt draumahöggið kom daginn eftir hjá framkvæmdastjóranum og vallarstjóranum á Húsatóftum, Helga Dan Steinssyni, á 5. braut en hún er 150 metrar. Helgi er afrekskylfingur og var með 8-járn við „verknaðinn“. Þetta var þriðja draumhögg Helga. Hann fór fyrst holu í höggi á 10. braut á Garðavelli en hún er par 4 og svo hefur hann náð draumahögginu í Þorlákshöfn, á 12. holu. 

Sjö draumahögg hjá þessum tveimur kylfingum. 

Þetta var ekki fyrsta draumahögg Helga, hér fagnar hann fyrir mörgum árum holu í höggi í Þorlákshöfn.