Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tiger mætti ekki í Masters kvöldverðinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 10:01

Tiger mætti ekki í Masters kvöldverðinn

Það var góð stemming við árlegt meistara kvöldverðarboð í Augusta National klúbbhúsinu en löng hefð er fyrir því að meistari fyrra árs velji matseðil fyrir fyrrverandi meistara á Masters mótinu. Nær allir voru mættir en Tiger lét þó ekki sjá sig og einnig var Skotinn Sandy Lyle fjarverandi.

Á matseðlinum var m.a. Ribeye borgarar og Redfish og súkkulaðikaka í eftirrétt. Mörgum þótti seðillinn í léttara lagi.

Örninn 2025
Örninn 2025

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra meistara á góðri stund en á stóru myndinni eru þeir allir saman komnir. Í hugum flestra er fyrsta risamót ársins, Masters, einn af hápunktum ársins hjá þessum kylfingum sem allir mæta í græna jakkanum sem þeir fá fyrir sigurinn.

Þrí gamlir og góðir, f.v. Tom Watson, Raymond Floyd og Jack Nicklaus. Fyrir aftan þá má sjá Jon Rahm.

F.v.: Gary Player, Adam Scott og Ben Crenshaw.

Meistarinn frá fyrra ári, t.h. Scottie Scheffler á spjalli við Bubba Watson.