Fréttir

Sjór þakti brautir á Kirkjubólsvelli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 4. mars 2025 kl. 14:27

Sjór þakti brautir á Kirkjubólsvelli

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði hefur ekki farið varhluta af vondu veðri og ágangi sjávar síðustu daga. Sjór gekk upp á land og flóðið þakti nærri þrjár brautir eins og sjá má á meðfylgjandi drónamyndum.

Sjór þakti stóran hluta af 14. braut og 16. braut og par 3 holan, sú 15. hvarf alveg undir sjó.

Varnargarður er meðfram hluta af ströndinni en ekki við þennan hluta golfvallarins. 

Í myndskeiðinu má sjá hvernig sjórinn hefur gengið á land á þessu svæði. All nokkur íbúðahús og ferðaþjónustuhús er í Nátthaga sem er við golfvöllinn.