Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rose með frábæran fyrsta hring og leiðir á Masters
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 10:19

Rose með frábæran fyrsta hring og leiðir á Masters

Rose með frábæran fyrsta hring og leiðir á Masters

Englendingurinn Justin Rose lék best allra á fyrsta degi Masters 2025 og kom inn á sjö höggum undir pari, 65 höggum. Nokkrir af bestu kylfingum heims eru rétt á eftir honum og því útlit fyrir spennandi keppni framundan.

Örninn 2025
Örninn 2025

Rose var í miklu stuði en þessi 44 ára kappi hefur verið lengi á toppnum en hefur þó bara sigrað einu sinni á risamóti. Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler er þremur höggum á eftir honum og fleiri kunnir kappar eins og sænska undrabarnið Ludvig Aberg á þremur undir. Á sama skori er hinn magnaði Bryson Dechambeau.

N-Írinn Rory Mcilroy var í toppbaráttunni alveg fram á fimmtándu þegar hann tapaði tveimur höggum og síðan gerðist það aftur á 17. holu. Fjögur högg í súginn og slæm mistök hjá Rory sem bíður eftir fimmta risatitlinum í safnið.

Staðan.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá allt það besta frá Rose á fyrsta keppnisdegi.