Public deli
Public deli

Fréttir

Rose komst á OPNA mótið - Garcia, Guðmundur og Haraldur ekki
Justin Rose, lengst til hægri með flagg - þátttökurétt að OPNA mótinu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. júlí 2024 kl. 10:21

Rose komst á OPNA mótið - Garcia, Guðmundur og Haraldur ekki

Margir af bestu kylfingum heims undanfarna áratugi leggja mikið á sig til að vinna sér þátttökurétt á OPNA mótinu (British Open) en það fer fram á Troon golfvellinum um miðjan mánuðinn. Einn þeirra er Englendingurinn Justin Rose sem hefur einu sinni sigrað á risamóti, Opna bandaríska árið 2013. Hann verður meðal þátttakenda í ár, á 152. OPNA mótinu.

Rose, sem nú er 43 ára, á góðar minningar frá þessu að flestra mati stærsta risamóti ársins. Hann komst í úrtökumót (qualifying) þegar hann var 14 ára og þegar hann var 18 ára keppti hann aftur og varð þá í 4. sæti á eftirminnilegan hátt þegar hann setti niður um 50 metra högg á lokabraut mótsins. Þá var hann áhugamaður og vann silfurpeninginn sem besti áhugamaðurinn í mótinu hlýtur hverju sinni. Eftir mótið 1998 gerðist Rose atvinnumaður og fékk boð um að keppa á Evrópumótaröðinni (nú DP Tour) og tók þátt í 21 móti í röð án þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega erfið byrjun en leið hans átti sannarlega eftir að fara upp á við eftir það og ferill Englendingsins hefur verið farsæll. 

Úrtökumót voru haldin á fjórum golfvöllum, tveimur í Englandi og tveimur í Skotlandi, þar sem keppt var um sextán síðustu sætin í OPNA mótið. Rose slék á Burnham & Berrow vellinum sem er aðeins í hálftíma aksturfjarlægð frá æskuheimili hans í Englandi.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Félagi Rose, Spánverjinn Sergio Garcia var ekki heldur með keppnisrétt og fór í úrtökumót og lék á West Lancashire í Englandi. Hann vantaði tvö högg upp á annað árið í röð og þótti súrt að missa af OPNA mótinu. Í mótinu fékk Garcia „áminningu“ fyrir hægan leik og kvartaði kappinn yfir því að móti loknu og sagði að það hafi verið ósanngjarnt, aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið í húfi.

Íslensku atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru meðal þátttakenda og léku á Dondonald vellinum eins og Garcia. Þeir enduðu í 24. og 26. sæti, Guðmundur á +4 og Haraldur á +6. Haddi komst inn á OPNA mótið í gegnum svona lokaúrtökumót árið 2018 og lék sem kunnugt er á OPNA mótinu á Carnoustie vellinum í Skotlandi. 

Lokastaðan á Dundonald vellinum.

Haraldur Franklín á 1. teig á OPNA mótinu á Carnoustie árið 2018. kylfingur.is/pket.

Garcia á OPNA mótinu á Royal Portrush á N-Írlandi 2019. kylfingur.is/golfsupport.nl