golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Rory rotar Reed í Dubai
Þriðjudagur 31. janúar 2023 kl. 00:05

Rory rotar Reed í Dubai

Rory McIlroy vann sinn þriðja sigur á Hero Dubai Desert Classic golfmótinu eftir viðburðaríka lokadag á Emirates vellinum í Duabi. Mótið er hluti af Rolex Series, en það kallast fimm flottustu mótin á DP Heimsmótaröðinni. Hin eru Abu Dhabi HSBC mótið, Genesis Scottish Open, BMW PGA mótið og lokamót DP Heimsmótið í Dubai.

Rory lék frábærlega á þriðja hring, sjö undir pari og kom sér í forystu. Hann lék svo vel á síðasta hring og setti niður fugla á 17. og 18. holu og lauk leik á 68 höggum og 19 undir í heildina, höggi betur en Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed. Patrick leikur eins og flestir kylfingar vita á LIV mótaröðinni og áttu þeir Rory í nettum erjum yfir mótsdagana. Frábær lokahringur Patrick uppá 65 högg setti verulega pressu á Rory sem hann stóðst með glæsibrag. Þetta er í fyrsta skipti sem Rory vinnu fyrsta mót ársins sem hann leikur í. Sigurinn er sá 15. hjá honum á DP Heimsmótaröðinni, en sá fyrsti leit dagsins ljós fyrir rétt tæpum 14 árum. Rory heldur áfram að vera í feikna formi en á síðasta ári náði hann að vera meðal 10 efstu á 9 mótum, en versta frammistaða hans var 12 sæti, enda varð hann í efsta sæti peningalistans á DP Heimsmótaröðinni. Hringina fjóra lék Rory á 66-70-65-68 höggum, en hann setti 5 metra lokapútt niður á þeirri 18. fyrir sigri.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Patrick sem oft hefur legið undir ámæli að fara frjálslega með golfreglurnar lenti í umdeildu atviki á 3. hring þar sem boltinn hans festist í pálmatré. Honum tókst að þekkja boltann með aðstoð sjónauka og yfirdómari mótsins veitti honum lausn undir reglu 7.2 þar sem honum tókst það þekkja boltann sinn. Patrick fékk þá að láta boltann falla beint undir trénu gegn einu vítishöggi, þar sem boltinn var ósláanlegur. Hann fékk skolla á holuna. Dæmi hver fyrir sig.