Ragnheiður stöðvaði sigurgöngu Þórdísar - spenna í öllum flokkum hjá LEK
Það var hart barist á Íslandsmóti öldunga sem fram fór á Leirdalsvelli GKG um síðustu helgi. Níu ára sigurgöngu Þórdísar Geirsdóttur var stöðvuð af Ragnheiði Sigurðardóttur. Spennandi keppni var í öllum flokkum.
Ragnheiður og Þórdís háðu harða baráttu í yngri flokki kvenna (50 ára og eldri) sem náði fram á síðustu holu en Ragnheiður vann með einu höggi en þær léku báðar lokahringinn á 78 höggum. Þriðja varð María M. Guðnadóttir.
Sama var uppi á teningnum hjá körlum í 50+. Hjalti Pálmason vann með einu höggi en Jón Karlsson sem hafði titil að verja varð annar og Úlfar Jónsson þriðji.
Í eldri flokkki kvenna (65+) vann Guðrún Garðarsdóttir upp sex högga forskot Elísabetar Böðvarsdóttur á lokahringnum og tryggði sér sigur. Þriðja varð Stefanía M. Jónsdóttir.
Í eldri flokki karla (65+) sigraði Hannes Eyvindsson en hann var tveimur höggum betri en Sæmundur Pálsson sem sótti að honum í lokahringnum. Sigurður Aðalsteinsson var þriðji.
Keppendur voru 122 og voru leiknar 54 holur.
Konur +50 ára:
- Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 238 högg (+25) (78-82-78).
- Þórdís Geirsdóttir, GK 239 högg (+26) (84-77-78).
- María Málfríður Guðnadóttir GKG (+44) (85-88-84).
Karlar +50 ára:
- Hjalti Pálmason, GM 217 högg (+4) (74-72-71).
- Jón Karlsson, GR 218 högg (+5) (69-80-69).
- Úlfar Jónsson, GKG 220 högg (+7) (77-73-70).
Konur +65 ára:
- Guðrún Garðars, GR 259 högg (+46) (88-87-84).
- Elísabet Böðvarsdóttir, GKG 260 högg (+47) (87-82-91).
- Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR 276 högg (+63) (92-88-96).
Karlar +65 ára:
- Hannes Eyvindsson, GR 236 högg (+23) (76-77-83).
- Sæmundur Pálsson, GR 238 högg (+25) (80-82-76).
- Sigurður Aðalsteinsson, GSE 240 högg (+27) (79-80-81).