Fréttir

Ólafur Þór fékk gullmerki SÍGÍ og GSÍ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. febrúar 2024 kl. 06:46

Ólafur Þór fékk gullmerki SÍGÍ og GSÍ

Ólafur Þór Ágústsson fékk afhent gullmerki SÍGÍ og nafnbótina heiðursmeðlimur SÍGÍ en Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi hélt aðalfund nýlega. Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, veitti Ólafi Þór gullmerki GSÍ.

Ólafur Þór er einn af fyrstu Íslendingunum sem fór til Skotlands til að mennta sig í golfvallafræðum og var lengi vallarstjóri Keilis en er nú framkvæmdstjóri klúbbsins. Óli fékk einnig silfurmerki Knattspyrnusambands Íslands en Bjarni Þór Hannesson afhenti þá viðurkenningu.

Hulda sagði við þetta tilefni að GSÍ myndi aðstoða SÍGÍ við að efla menntun í faginu og stuðla þar með að endurnýjun í faginu.

Steindór Kr. Ragnarsson, formaður félagsins flutti ársskýrslu félagsins en reksturinn er í góðu jafnvægi. Hann afhenti fimm aðilum silfurmerki SÍGÍ.

Silfurmerki SÍGÍ:
Ágúst Jensson.
Brynjar Sæmundsson.
Guðmundur Árni Gunnarsson
Steinn G. Ólafsson.
Örn Hafsteinsson.

Fram kom að vel rúmlega 50% þeirra sem hafa farið í golfvallarnám hafa hætt í faginu. Staðan er sú að 54 hafa farið í námið en aðeins 20 manns eru ennþá að vinna á völlunum. Eins eru 6 aðrir sem vinna ennþá í faginu en ekki út á völlunum.