Fréttir

Mýrin hverfur og níu nýjar brautir gerðar hjá GKG
Nýju brautirnar verða í landi Smalaholts, sunnan við klúbbhús GKG.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. mars 2025 kl. 16:03

Mýrin hverfur og níu nýjar brautir gerðar hjá GKG

Undirbúningur við gerð níu nýrra golfbrauta á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar er hafin og munu þær verða í landi Smalaholts en þar hefur verið stunduð skógrækt í áratugi. Mýrin sem hefur verið 9 holu völlur GKG mun hverfa vegna íbúðabyggðar sem Garðabær hefur skipulagt í Hnoðraholti.

Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG segir í viðtali við visir.is að markmiðið sé að búa til útivistarsvæði fyrir almenning á heimsmælikvarða. Agnar segir að framkvæmdirnar séu langtímaverkefni. Nú sé m.a. unnið að málinu í samvinnu við Skógræktarfélag Garðabæjar sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að hluti af neðsta svæði skógarins muni verða skorinn niður.

Þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar er ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir sem þó eru tæknilegar byrjaðara með mótun tveggja flata á nýja golfsvæðinu.

Viðtalið við Agnar á visir.is