Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Mikil upplifun hjá Gunnlaugi Árni - vann á lokadeginum.
Laugardagur 11. janúar 2025 kl. 10:56

Mikil upplifun hjá Gunnlaugi Árni - vann á lokadeginum.

Gunnlaugur Árni Sveinsson vann sinn andstæðing í tvímenningi á lokadegi Bonallack Trophy í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þar áttust við Evrópuúrvalið og úrval Asíu/Eyjaálfu. Lokatölur urðu 16,5-15,5 vinningar.

„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörð upp á tíu og mikill heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar. Auðvitað hefði verið meira gaman að sigra en þetta var jöfn keppni og ég náði að hala inn tvo vinninga,“ sagði Gunnlaugur Árni í samtali við Morgunblaðið.

Á lokadeginum vann Gunnlaugur sinn andstæðing sinn örugglega 3:2. Þeir voru jafnir eftir 11 holur en svo vann okkar maður þrjá holur og tryggði sér sigur á 16. braut.

Gulli lék með Svíanum Algot Kleen í fjórmenningi og fjórleik í hinum fjórum leikjunum. Allir leikirnir voru spennandi en Íslands-sænska liðið vann einn en tapaði þremur.

Gunnlaugur sagði þetta mikla upplifun og það hafi t.d. verið sérstakt að heyra bænaköll í hátalarakerfi á meðan hann var að spila. Þá hafi verið frábært að hafa foreldrana og bróður sinn á staðnum.

Hann er í námi í LSU-háskólanum í Louisiana og hefur leikið frábært golf í vetur og er með besta árangur á háskólamótaröðinni til þessa.

Lokastaðan.