Klárar Rory alslemmuna? - á tvö högg á Bryson
Rory McIlroy er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn á Masters eftir að hafa leikið frábærlega á þriðja hring sem hann lék á sex höggum undir pari, annan daginn í röð. Han lék fyrstu sex brautirnar allar á þremur höggum hverja. Bandaríkjamaðurinn Bryson Deschambeau lék á -3 og er annar á -10, aðeins tveimur höggum á eftir N-Íranum. Hann setti niður mjög langt pútt á 18. flöt og fékk magnaðan fugl. Þessir kappar börðust um sigurinn á Opna bandaríska í fyrra og þá hafði Bryson betur.
Rory hefur sigrað á þremur risamótum og vantar bara Masters til að klára alslemmuna „Grand slam“. Risamótin eru fjögur, Masters, Opna bandaríska og breska og PGA risamótið. Rory var maður dagsins annan daginn í röð. Hann byrjaði með miklum látum og lék fyrstu þrjár brautirnar á þremur undir pari, missti aðeins taktinn um miðbik hringsins þegar hann tapaði tvö högg en náði sér aftur á strik þegar leið á hringinn. Rory fékk sinn annan örn á deginum þegar hann lék 15. brautina á þremum höggum, átti frábært „dræv“ og setti svo boltann tvo metra frá holu sem hann kláraði. Hann endaði á sex höggum og er 12 undir í heildina eftir 54 holur. Besti hringur dagsins en fyrrum Ryder fyrirliði Bandaríkjanna, Zack Johnson, lék á sama skori en hann vann græna jakkann árið 2007.
Bryson Deshambeau leikur á LIV mótaröðinni en er með keppnisrétt á öllum risamótunum. Hann hafði betur í svakalegu einvígi við Rory á Opna bandaríska í fyrra og er mjög vinsæll kylfingur í Bandaríkjunum.
Kanadamaðurinn Corey Connors var með Rory í holli og lék vel. Hann kominn á tveimur undir pari og er í 3. sæti á - 8. Það verðurað telja ólíklegt að aðrir en þessir þrír muni berjast um græna jakkann en ef við förum í söguna þá má rifja það upp að Gary Player var sjö höggum á eftir fyrsta manni fyrir lokahringinn 1978 og vann.
Fyrir mótið voru margir sem spáðu Rory sigri, m.a. þremenningarnir sem slógu opnunarhögg mótsins, þeir Jack Nicklaus, Tom Watson og Gary Player. Það verður áhugavert að sjá hvort Rory klárið dæmið á lokadegi Masters 2025.
Two-shot lead entering the final round. #themasters pic.twitter.com/pESLKBBzC2
Two back, one day to go. #themasters pic.twitter.com/Rfgy7RuWOJ
Eagle for the solo lead. #themasters pic.twitter.com/gzdEIgccma