Fréttir

Íslenskir kylfingar eru í stuði!
Föstudagur 12. júlí 2024 kl. 11:06

Íslenskir kylfingar eru í stuði!

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar gerði sér lítið fyrir á lokadegi í meistaramóti og fékk Albatross á 5. braut á Hlíðavelli. Mun færri fá Albatross en holu í höggi en það er þrír undir pari.

Í frétt frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar er rætt við Björn Óskar:

„Ég sló svona „baby fade“ („létt“ hægri sveigja) með drævernum og boltinn endaði á braut þar sem ég átti 198 metra í stöngina. Það var smá gola með þannig að ég bað kylfisveininn (Elís) um 4-járnið. Ég vissi að boltinn skoppar oftast til vinstri á þessu gríni þannig að ég miðaði á hægri hliðina á flötinni og lét vaða. Ég hitti boltann vel og sá hann lenda fremst á flötinni og skoppa eitthvað áfram en af því að hún er upphækkuð þá sá ég boltann ekkert eftir það. Ég rétti Elís kylfuna og labba af stað og þá heyri ég fagnaðarlæti í Kristó, Sveppa og Hjalta á 6. teig. Þeir segja að boltinn hafi endað ofaní. Ég trúði því samt ekki fyrr en ég teygði mig eftir boltanum ofaní holunni."