Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Guðmundur féll niður um nokkur sæti en í ágætum málum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 13. nóvember 2022 kl. 21:22

Guðmundur féll niður um nokkur sæti en í ágætum málum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í ágætum málum í lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Guðmundur er jafn í 17. sæti eftir að hafa leikið þriðja hringinn á mótinu á einu höggi yfir pari. Guðmundur er á 8 höggum undir pari en hann fékk tvo skolla og einn fugl á þriðja keppnisdegi. Niðurskurður verður eftir fjórða hring. 

Bjarki Pétursson lék þriðja hringinn á einu höggi yfir pari og ljóst að hann mun ekki komst í gegnum niðurskurðinn. Hann er á +17 og í næstneðsta sæti. Bjarki hafði leikið mjög gott golf að undanförnu en hefur alls ekki náð sér á strik í lokaúrtökumótinu. 

All nokkrir þekktir kylfingar eru á lokaúrtökumótinu og gengi þeirra er misjafnt. Þetta er maraþon golfmót. Forystusauðurinn eftir 36 holur, Tælendingurinn Aphibarnrat lék eins og Guðmundur Ágúst á +1 í dag og féll niður um nokkur sæti eins og okkar maður. Keppnin er mjög hörð og engan veginn hægt að spá í spilin. Niðurskurður verður eftir 72 holur en leiknar 36 holur til viðbótar fyrir þá sem komast áfram. 

Guðmundur Ágúst hefur undanfarnar vikur verið að leika jafnt og gott golf og hefur sýnt það að hann getur náð langt. 

Staðan eftir 54 holur.