Golfklúbburinn Oddur fékk umhverfisviðurkenningu frá Garðabæ
Golfklúbbnum Oddi var í byrjun mánaðarins veitt umhverfisviðurkenning frá Garðabæ fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO og Berglind Rut Hilmarsdóttir stjórnarmaður GO tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins við athöfn í Sveinstungu á Garðatorgi.
Í frétt á heimasíðu Garðabæjar segir: Golfvöllurinn í Urriðavatnsdölum er í fögru umhverfi þar sem aðstaðan og umgengni er til fyrirmyndar. Golfklúbburinn Oddur hefur unnið vel fyrir því að hljóta þessi verðlaun í ár.
„Við þökkum innilega fyrir viðurkenninguna og munum stolt halda áfram að halda okkar umhverfi snyrtilegu,“ segir í frétt frá Golfklúbbnum Oddi á heimasíðu hans.