Public deli
Public deli

Fréttir

Draumahögg hjá Guðnýju Ósk í Sandgerði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 6. júlí 2024 kl. 00:14

Draumahögg hjá Guðnýju Ósk í Sandgerði

Þau koma í röðum draumahöggin hjá kylfingum á þessu golfsumri. Guðný Ósk B. Garðarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja fór holu í höggi á 2. braut á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær.

Guðný Ósk notaði 5-hybryd en 2. brautin er 120 metrar. Boltinn lenti rétt við flöt og rúllaði ofan í. Guðný Ósk gerði enn betur og náði markmiði sem hún var með en það var að komast undir hundrað högg sem hún og gerði en hún lék á 98 höggum.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Guðný Ósk sæl og glöð með draumahöggið í Sandgerði. Myndirnar tók bóndi hennar Ólafur Róbert Rafnsson.