Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Bæting á öðrum hring en dugði ekki hjá Guðmundi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 27. nóvember 2022 kl. 14:02

Bæting á öðrum hring en dugði ekki hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson bætti sig um sex högg á öðrum hring en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta móti hans á DP Evrópmótaröðinni í Jóhannesarborg í S-Afríku. Guðmundur lék fyrri hringinn á 6 yfir par en seinni hringinn á pari en tvær síðustu brautirnar kostuðu hann 3 högg.

Guðmundur segir að það hafi komið fram þreyta í fyrri hringnum eftir stíft keppnisgolf síðustu vikur og ferðalög.

Komiði sæl og verið velkomin í Suðurnesjamagasín. Íslandshús er áhugavert nýsköpunarfyrirtæki á Ásbrú í Reykjanesbæ sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar og stólpa. Við förum einnig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og kynnum okkur nýjan gegnumlýsingarbúnað fyrir farangur.

Englendingurinn Dan Bradbury sigraði á -21 en -12 gaf 10. sætið.

Það er stutt að fara í næsta mót hjá okkar manni en það er á Blair Atholl Golf & Equestrian Estate, Lanseria í Jóhannesarborg.