Fréttir

Atvinnukylfingur í vandræðum með skap sitt - setti límband yfir munninn í móti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. apríl 2025 kl. 12:18

Atvinnukylfingur í vandræðum með skap sitt - setti límband yfir munninn í móti

Bandaríski kylfingurinn Ryan McCormick sem keppir á Korn Ferry mótaröðinni í Bandaríkjunum tók á það ráð að setja límband fyrir varir sínar þegar hann var við leik. Hann hefur verið í vandræðum með að hemja skap sitt og þetta var tilraun til þess að ná tökum á því.

Ryan lék á PGA mótaröðinni í fyrra en náði ekki að halda þátttökurétti sínum og er á Korn Ferry röðinni núna en það er 2. deildin í Bandaríkjunum.

„Þetta var tilraun en ég veit ekki hvort ég geti sagt að hún hafi tekist. Ég hef reynt nær allt, fengið leiðsögn frá fólki og lesið mér mikið til en án árangurs,“ sagði Ryan en hann prófaði þetta í öðrum hring á móti á Korn Ferry röðinni í vikunni. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ryan líkti sjálfum sér við persónu úr Batman bíómydunum. „ Mér líður pínu eins og Bane í Batman en ég anda. Ég er ekki stoltur af þessu uppátæki mínú  og ég vil ekki hafa vond áhrif á þá sem eru með mér í ráshópi.“

Aðspurður um samskipti hans við kylfusvein sinn sagði hann að það hafi gengið ágætlega. Hann hafi bent á tölur í fjarlægðabókinni og gengið ágætlega. „Ég veit ekki með framhaldið. Þetta var bara tilraun sem ég ákvað að reyna.