Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. júlí 2023 kl. 12:08

Mögnuð ný par 3 braut á Hoylake - myndskeið

Allir keppendur á OPNA mótinu að einum heimamanni undanskildum munu leika nýja holu á Royal Liverpool vellinum. Það er mjög óvanalegt vægast sagt, að braut sé breytt á völlum sem OPNA mótið er leikið á. Mikil spenna er fyrir mótinu en allir bestu kylfingar í heimi eru mættir til Hoylake.

Ný par 3 braut hefur verið gerð sem er sú sautjánda á hringnum á OPNA mótinu. Hún er innan við 130 metrar og lang stysta hola vallarins en gæti orðið ein sú erfiðasta. Flötin er ekki stór og mikil vandræði allt í kringum flötina. Boltar sem lenda ekki á henni enda í djúpum sandgryfjum eða grófum karga. 

Eini keppandinn á OPNA mótinu sem hefur slegið í móti á þessari holu er heimamaðurinn úr Royal Liverpool golfklúbbnum, Matthew Jordan. 

Völlurinn hefur verið lengdur nokkuð, m.a. hefur teigurinn á 18. braut verið færður aftur um 55 metra. 

Hér smá sjá skemmtilega umfjöllun um 17. og 18. brautina en einnig fylgir myndskeið frá Golf Digest sem sýnir allar brautir vallarins með lýsingu.