Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. júní 2022 kl. 14:20

Markmiðið að sigra á Íslandsmótinu - Jóhanna Lea í viðtali

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur var í skýjunum með sinn fyrsta sigur á GSÍ mótaröðinni sem lauk á Hólmsvelli í Leiru á hvítasunnudag. Jóhanna lék sitt besta golf á lokahringnum og stóðst þrýsting frá Ragnhildi Kristinsdóttur sem endaði höggi á eftir. Kylfingur.is fylgdi Jóhönnu eftir á lokahringnum og ræddi við hana að honum loknum.