Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 16:38

Lengsta högg sem endar í bíl á ferð - video

Englendingurinn Marcus Armitage sem leikur á Evrópumótaröðinni fékk það skemmtilega verkefni að slá nýtt heimsmet í lengsta höggi sem endar ofan í bíl á ferð.

Marcus vopnaður nýjum Callaway EPIC dræver þurfti að slá lengri en 273 jarda eða tæpa 250 metra og boltinn þurfti að lenda í blæjubílnum sem var magnaður BMW X8. Ökumaðurinn var Paul O’Neill var við stýrið og er keppandi í BMW Mortorsport.

Sjáið hér skemmtilegt myndskeið frá tilraun kappans við nýtt heimsmet.