Golfsjónvarp: Guðrún Brá ánægð með sigur í Leiru
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði hafði sigur á Golfbúðar-mótinu á stigamótaröðinni á Hólmsvelli í Leiru 4.-6. Júní en hún þurfti að hafa fyrir honum því keppnin var hörð við þær Sögu Traustadóttur og Ólafíu Þ. Kristinsdóttur.
„Mér gekk ágætlega úti á vellinum en tel mig hafa átt talsvert inni á flötunum. Það var oft erfitt að standa yfir púttunum í þessum vindi. Þetta var skemmtilegt mót og spennan var mikil allan tímann. Ég hlakka til að mæta í næsta mót sem verður holukeppnin á Jaðarsvelli á Akureyri,“ sagði Guðrún Brá sem ætti nú að vera við leik á Evrópumótaröð kvenna en hún var sér þátttökurétt þar eftir góðan árangur á úrtökumóti seint á síðasta ári. Hún mun því reyna verja Íslandsmeistaratitilinn í höggleik sem hún vann í fyrsta skipti í fyrra.