Sá ungi er með Tiger taktana frá föðurnum
Feðgarnir Charlie og Tiger Woods vöktu gríðarlega athygli á feðgamótinu um síðustu helgi sem haldið var í Bandaríkjunum. Þeir léku á 19 undir pari á 36 holunum og enduðu í 5. sæti en það sem vakti óskipta athygli margra var hvað sonurinn er líkur föðurnum í mörgu á golfvellinum.
Golfsveiflan, púttstrokan, taktarnir og margt sem Tiger hefur verið þekktur fyrir eins og „fögn“ og að fylgja eftir höggi - er nánast eins hjá feðgunum. Það mætti halda að sonurinn hafi skoðað alla þætti föðurins og líkt eftir þeim - og honum tekst það mjög vel!
Tiger heldur mikið upp á þetta feðgamót og það vakti líka athygli að Sam, dóttir hans, var kylfusveinn fyrir pabba sinn.
Langer feðgarnir, Bernhard og Jason sigruðu á feðgamótinu í þriðja sinn. Bernhard hefur að auki sigrað tvisvar til viðbótar með öðrum börnum sínum. Sá gamli er orðinn 66 ára og setti nýtt met á öldungamótinni í Bandaríkjunum á árinu þegar hann sigraði í 46. sinn á mótaröð þeirra eldri.