Fréttir

Yfir 2 þúsund hringir í Leiru frá opnun - Sigurhans með draumahögg
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. maí 2023 kl. 15:39

Yfir 2 þúsund hringir í Leiru frá opnun - Sigurhans með draumahögg

Rúmlega tvö þúsund og eitthundrað kylfingar hafa leikið á Hólmsvelli frá því það var opnað inn á sumarflatir 20. apríl. Sigurhans Vignir, einn fjölmargra kylfinga utan Suðurnesja sem hafa sótt Leiruna heim síðustu rúmar tvær vikur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut á Hólmsvelli.

Sigurhans var með 8-járn og hitti boltann vel sem söng í holunni. Þetta er í annað sinn sem Sigurhans fer holu í höggi, hitt draumanhöggið hjá honum kom á 2. braut í Eyjum.