Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Wallace fékk fugl á allar holur á seinni níu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. nóvember 2023 kl. 14:44

Wallace fékk fugl á allar holur á seinni níu

Englendingurinn Matt Wallace átti heldur betur hring ársins á lokamótinu á DP mótaröðinni. Á þriðja hringnum gerði kappinn sér lítið fyrir og lék á 12 undir pari, 60 höggum - og eftir þokkalegar fyrri níu holur lék hann seinni níu á níu undir pari.

Hann leiddi mótið með einu höggi fyrir lokahringinn en þá kom ungur tvíburabróðir frá Danmörku og stal senunni eins og lesa má í annarri frétt.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024