Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Vantaði tvö högg upp á niðurskurðinn - Haraldur á heimleið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 1. desember 2023 kl. 09:54

Vantaði tvö högg upp á niðurskurðinn - Haraldur á heimleið

Tvö högg vantaði upp á niðurskurðinn hjá Haraldi Franklín Magnús á Opna ástralska mótinu í Sydney í Ástralíu á DP mótaröðinni. Hann lék báða hringina á pari.

Hann fékk fjóra skolla, jafnmarga fugla og átta pör á seinni hringnum. Leikið var á tveimur völlum, The Australian og Lakes.

Heimamaðurinn Min Woo Lee er með þriggja högga forskot eftir 36 holur, er á tólf höggum undir pari. Lee sigraði í síðustu viku og stefnir á annan sigurinn í röð. Það hefur ekki gerst á DP mótaröðinni síðan 2020.