Fréttir

Vann upp ellefu högga forskot á lokadegi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. júní 2024 kl. 22:17

Vann upp ellefu högga forskot á lokadegi

Átta högga forskot dugði Svíanum Sebastian Söderberg ekki til að sigra á Scandinavian Mixed mótinu sem lauk í gær en keppendur voru af DP mótaröðinni og LET Evrópumótaröð kvenna á Vasatorps vellinum í Helsingborg í Svíþjóð.

Það var síðan hin sænska Linn Grant sem lék best allra á lokahringnum og fékk sigurinn óvænt í fangið. Grant var ellefu höggum á eftir Söderberg fyrir lokahringinn. Hún kom inn á 7 undir pari en Söderberg á fimm yfir pari en hann missti örpútt innan við hálfan metra fyrir skolla á síðustu holunni en boltinn vildi ekki ofan í.

Grant sem vann í annað sinn á þessu efsta stigi mótaraða í Evrópu trúði ekki eigin augum og sagðist finna til með Söderberg sem þurfti par á lokabrautinni til að sigra á mótinu fékk tvöfaldan skolla en lokahringurinn var erfiður og hann lék illa og henti svo sigrinum frá sér.