Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Valgerður fór holu í höggi á Islantilla
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. október 2022 kl. 13:36

Valgerður fór holu í höggi á Islantilla

Valgerður Jana Jensdóttir fór holu í höggi síðasta laugardag á 15. braut á Islantilla vellinum á Spáni í golferð með VITAgolf. Valgerður er í hópi margra íslenskra kylfinga sem leika golf á Spáni og víðar á haustdögum.

Valgerður sem er í Golfklúbbi Flúða hitti boltann vel með 8-járninu á 15. teignum en brautin er tæpir 80 metrar og par 3. Þetta er í fyrsta skipti sem Valgerður fer holu í höggi og var því vel fagnað.

„Þetta var bara fullkomið högg sem lenti á flötinni og rúllaði beint í holu,“ sagði hún eftir draumahöggið.