Fréttir

Tiger ætlar að keppa einu sinni í mánuði á nýju ári
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 4. desember 2023 kl. 11:22

Tiger ætlar að keppa einu sinni í mánuði á nýju ári

Efsti kylfingur heimslistans, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler nældi sér í eina milljón dollara þegar hann sigraði á Hero World mótinu sem fram fór á Bahamas, boðsmóti sem Tiger Woods stendur fyrir.

Tiger var sjálfur mættur til leiks og endaði á pari vallarins, tuttugu höggum á eftir Scheffler. Austurríkismaðurinn Sepp Staka varð annar á 17 höggum undir pari, Justin Thomas varð þriðji á -16.

Það var mikil eftirvænting í endurkomu Tigers sem hafði ekki leikið keppnisgolf í langan tíma. Hann var að sjálfsögðu nokkuð „ryðgaður“ en sýndi góða takta, sérstaklega með drævernum. „Ég elska að keppa en neita því ekki að þetta tók þokkalega á. Ég vona að ég muni keppa einu sinni í mánuði á næsta ári,“ sagði Tiger.