Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Þriggja högga forysta fyrir lokahringinn
Sunnudagur 22. janúar 2023 kl. 10:34

Þriggja högga forysta fyrir lokahringinn

Brooke Henderson náði ekki að halda sömu flugeldasýingunni gangandi á þriðja hring á Hilton Grand Vacations Tournament of Champions mótinu í Orlando. Hún lék þó hringinn á 69 höggum, er 14 undir í heildina og leiðir með 3 höggum Næstar koma Nelly Korda sem lék á 68 höggum og Nasa Hataoka frá Japan sem lék á 66. Charley Hull frá Englandi og Maya Stark frá Svíþjóð eru 5 höggum á eftir Brooke.

Brooke fékk annan skollan sinn í mótinu á 12.holu, setti síðan niðu um 10 metra fugl á 16.flöt. Hún missti sutt fugla pútt á 14. og mistókst að ná fugli á hinni auðveldu 15, svo langa púttið á 16. var óvæntur bónus. 

„Púttið á 16. bjargaði miklu. Þetta var ekki eins auðvelt í dag og fyrstu 2 dagana. En góð pútt eins og þetta björguðu hringnum“ sagði Brooke sem vonast til að landa 13 titli sínum á LPGA í þessu móti.

Nelly Korda sem var frá keppni í fjóra mánuði í fyrra vegna blóðtappa í vinstri handlegg, þurfti smá tíma til að komast í gang. Pútterinn var kaldur á fyrri níu. Síðan runnu niður fjórir fuglar á fimm holum. 

„Það verður að koma boltanum í holuna. Það er lykillinn. Ég veit ekki hvernig veðrið verður en það er verið að spá nokkrum vindi, svo það skiptir máli að slá vel og koma boltanum svo í holuna“ sagði Nelly, sem þarf að byrja betur á lokahringnum til að geta veitt Brooke alvöru keppni um titiilinn.