Fréttir

Sigurður Arnar fékk tæpar 3 milljónir fyrir sigurinn
Sigurður Arnar á 1. teig á Íslandsmótinu í Eyjum sumarið 2022.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. mars 2023 kl. 13:35

Sigurður Arnar fékk tæpar 3 milljónir fyrir sigurinn

Sigurður Arnar Garðarsson, kylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar gerði sér lítið fyrir og sigraði á móti á Next Golf Tour mótaröðinni sem lauk í gær. Sigurður fékk að launum um 2,7 milljónir króna fyrir sigurinn og til viðbótar fékk hann um 70 þúsund krónur fyrir að vera með þriðja lengsta drævið í mótinu en það var 337 metrar.

Í frétt GKG kemur fram að veglegt verðlaunafé sé í mótunum sem eru á vegum TrackMan. Í þessu móti sem Sigurður sigraði í var verðlaunafé rúmar 20 milljónir króna. 

Þetta mun vera eitt stærsta verðlaunafé sem íslenskur atvinnukylfingur hefur unnið í einu móti en Sigurður stefnir á frekari landvinninga í atvinnumennsku. 

Nánar um mótaröðina hér.