golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Rory kominn í efsta sæti heimslistans
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 24. október 2022 kl. 11:16

Rory kominn í efsta sæti heimslistans

Norður Írinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans eftir sigur á CJ Cup mótinu á PGA mótaröðinni en það fór fram í Suður Karólínu um helgina. 

Rory var síðast í efsta sæti heimslistans í júlí árið 2020 og missti dampinn um tíma en vann svo CJ Cup mótið 2021 og síðan hefur leiðin legið upp á við á ný. 

Rory með með högg í forskot fyrir lokahringinn og spennan var mikil alveg fram á 16. holu. Þá var hann kominn með þriggja högga forskot þegar tvær holur voru eftir í kjölfar þess að hafa fengið fugl á 14., 15. og 16. holu en tapaði svo höggi á 17. Á 18. holu sló hann inn á flöt í öðru höggi en var um 15 metra frá á meðan Bandaríkjamaðurinn Kurt Kitayama, sem var tveimur höggum á eftir, var aðeins 7 metra frá en honum tókst ekki að setja það pútt í. Rory var um 3 metra frá eftir fyrra púttið og mátti því tvípútta þaðan sem hann og gerði. Fékk því skolla á tvær síðustu brauirnar.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Hann hristi aðeins hausinn yfir því í viðtölum eftir en var þó ánægður með að vera kominn í efsta sæti heimslistans. Hann hefur þó vissulega breyst með tilkomu LIV mótaraðarinnar þar sem margir heimskylfingar eru að keppa. Þetta var 23. sigur N-Írans á PGA mótaröðinni.

Lokastaðan:

Rory McIlroy                      66-67-67-67—267 (-17)

Kurt Kitayama                    66-65-70-67—268 (-16)

K.H. Lee                            68-67-66-68—269 (-15)

Tommy Fleetwood               73-66-66-65—270 (-14)

Jon Rahm                           69-62-70-69—270 (-14)