Fréttir

Ótrúleg endurkoma Rahm
Mánudagur 9. janúar 2023 kl. 08:43

Ótrúleg endurkoma Rahm

John Rahm er sigurvegari á Sentry meistaramótinu eftir að hafa unnið upp 7 högga forystu Collin Morikawa. Rahm var 6 höggum á eftir á 13. holu þegar hann setti niður þrjá fugla í röð, bætti við erni og svo öðru fugli á lokaholunni. Hann kláraði hringinn á 63 höggum eða 10 undir pari.

Morikawa lék fyrstu 67 holurnar á þess að fá skolla á Plantation vellinum þegar leikur hans hrundi. Hann blibbaði högg með fleigjárni á 15 holu. Fleygjárnshögg inná 16. flöt var of stutt og rúllaði 20 metra til baka niður á braut. Svo virðist sem Morikawa hafi farið á taugum þegar hann gekk niður 17. brautina, en eftir að hafa verið með allt að 7 högga forystu á hringnum, var hann skyndilega tveimur höggum á eftir og baráttan orðin vonlaus. Hann jafnaði met á PGA mótröðinni, mesta forysta sem glutrað hefur verið niður eftir 54 holur. Sjö aðrir leikmenn hafa lent í þessari leiðindastöðu, sá síðasti var Dustin Johnson, haustið 2017 á HSBC meistaramótinu í Shanghai.

Rahm lauk leik á 27 höggum undir pari, 265 höggum, tveimur höggum betri en Morikawa sem fékk fugl á 18., sá síðasti þar á undan var á þeirri sjöttu. Hann lauk leik á 72 höggum.

Þetta er í annað sinn sem Morikawa glutrar niður mikilli forystu á innan við ári. Hann átti möguleika á að ná efsta sæti heimslistans með sigri þegar hann hafði 5 högga forystu á Hero World Challenge. Hann lék síðasta hringinn þar á 76 höggum og endaði í 5. sæti. Mastersmeistarinn Scottie Scheffler sem átti möguleika á að ná fyrsta sæti heimslistans ef hann næði jöfnu 3.sæti eða betur, lauk leik á 70 höggum og lenti jafn í 7.sæti.

Sigurinn var ágætis sárabót fyrir Rahm sem lauk leik á Sentry mótinu í fyrra á 33 höggum undir pari og setti met á PGA mótaröðinni sem stóð aðeins i nokkrar sekúntur, því Cameron Smith bætti það um eitt högg og sendi Rahm í annað sætið.

Rahm hefur nú leikið á 60 höggum undir pari í síðustu tveimur mótum á Kapalua. Sigurinn á Sentry meistaramótinu var hans níundi á PGA mótaröðinni og sautjándi á heimsvísu og tryggði honum rétt til þátttöku í mótinu að ári. Fyrir sigurinn fékk Rahm 386 milljónir. Hann hefur verið sigurvegari á hverju ári öll þau sjö ár sem hann hefur haft fullan þátttökurétt á PGA mótaröðinni. Tom Hoge sem lék á 64 höggum og Max Homa sem lék á 66 deildu þriðja sætinu.