Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Magnað myndskeið frá OPNA mótinu á Royal LIverpool 1967
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 12:01

Magnað myndskeið frá OPNA mótinu á Royal LIverpool 1967

Argentínumaðurinn Roberto de Vicenzo sigraði á OPNA mótinu árið 1967 og varð þá næst elsti sigurvegari á þessu fornfræga móti og hér fylgir magnað myndskeið frá BBC úr mótinu sem fram fór á Royal Liverpool vellinum í Englandi en þar verður einmitt 151. mótið á næsta ári.

Á vefsíðu OPNA mótsins er mikil af eldra efni sem unnið hefur verið að í að koma á síðuna. Í þessu myndskeiði sem er frá 1967 eru myndir í svart hvítu og sýna nokkra kylfinga sem voru í toppbaráttunni í mótinu, þar á meðal stjórstjörnurnar Jack Nicklaus og Gary Player sem báðir unnu silfurkönnuna nokkrum sinnum á ferlinum.

En að Argentínumanninum sem þótti mikill sjarmör. Hann hafði í tíu mót á undan verið í topp tíu í átta skipti þar á meðal í 2. sæti einu sinni. 

Royal Liverpool, oft nefndur Hoylake fékk ekki OPNA mótið fyrr en 39 árum síðar en það var árið 2006. Þá var mættur Tiger nokkur Woods sem hampaði silfurkönnunni eftir magnað mót. Tiger tók einu sinni upp dræver og sló þá í glompu en annars sló hann með járni af teig allar holur, allt mótið. Fréttamaður kylfings.is var á mótinu 2006 en völlurinn var þá föl gulur á lit og þurrkurinn var svo mikill að það myndaðist talsvert ryk bara við gangandi umferðina um völlinn. Kylfingings-gaurinn mætti svo á Hoylake tveimur mánuðum síðar og þá var völlurinn orðinn fallega grænn.

Gamla myndskeiðið frá 1967 er neðst í fréttinni.

Royal Liverpool var ljós drappaður á litinn í júlí eins og sjá má á þessari mynd.

Svona leit hann út tveimur mánuðum síðar.

Gylfi Kristinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja og Íslandsmeistari í golfi 1983 var með fréttamanni kylfings.is í heimsókn á Hoylake. Það var við hæfi að heilsa upp á framkvæmdastjóra klúbbsins, Chris Moore og afhenda honum 40 ára afmælisfána GS.

Á OPNA mótinu í júlí 2006 voru þessir íslensku kylfingar meðal áhorfenda, bræðurnir Svanur og Margeir Vilhjálmssynir og Arnar Guðmundsson, tengdafaðir Margeirs. Hér er

Svanur Vilhjálmsson í glompu á 7. braut á Royal Liverpool í september 2006 og þá var völlurinn búinn að taka á sig græna litinn.

Áhorfendaskarinn á OPNA mótinu á Hoylake.