Fréttir

Lagaðu slæsið og lengdu teighöggin
Þriðjudagur 10. janúar 2023 kl. 23:18

Lagaðu slæsið og lengdu teighöggin

Danny Maude er einn af vinsælustu golfkennurunum á samfélagsmiðlinum YouTube með rétt tæplega 900 þúsund áskrifendur. Faðir Danny, sem hefur slæsað boltann allan sinn feril, kom nýlega í kennslutíma til sonar síns og afraksturinn var tekinn upp. Árangurinn var frábær og lengdi kappinn sig um tæplega 20 metra með drævernum. Kennslumyndbandið er skemmtilegt og áhugavert fyrir íslenska kylfinga að sjá hvernig þeir styðjast við Trackman golfhermi til að að vinna í sveiflunni. 

Í þessu kennslumyndbandi sýnir Danny nokkrar sniðugar æfingar sem hjálpa kylfingum að slá beinna með dræver. Ef þú ert að leita að ráðum sem eru einföld í framkvæmd, þá er gaman að horfa á þessa kennslustund. Hér er litið á þrjá hluti. 

1. Hvernig þú getur hætt að slæsa

2. Hvernig á að breyta sveifluferlinum svo boltinn fljúgi beinna

3. Hvernig á að komast í rétta stöðu þegar þú hittir boltann með dræver.

Myndbandið er skemmtilegt, það gæti komið sér vel að horfa. Góða skemmtun.