Fréttir

Íslendingar ánægðir með Sand Valley í Póllandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 27. maí 2023 kl. 10:39

Íslendingar ánægðir með Sand Valley í Póllandi

Íslendingar hafa verið að uppgötva nýtt golfsvæði í Póllandi sem heitir Sand Valley. Það hefur vakið mikla lukku enda aðstaðan til fyrirmyndar og hagstætt verðlag. Golfhópur frá Golfklúbbnu Oddi er nýkominn úr keppnis-og æfingaferð þangað.

Jóhann Pétur Guðjónsson, Oddafélagi en kannski betur þekktur sem golfferðafrömuður hjá GB ferðum var í ferðinni og segir svæðið mjög skemmtilegt.

„Ég hafði heyrt af svæðinu í gegnum nokkra aðila innan klúbbsins sem gáfu svæðinu góð meðmæli.  Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint frábær. Við gistum í húsum (villum) og íbúðum. Húsin eru vel útbúin með sundlaug, gufubaði, stórum heitum potti og sólbaðsaðstöðu ásamt risastóru alrými og eldhúsi. Þar safnaðist hópurinn saman eftir golf, og fyrir mat Þetta sló algerlega í gegn. Við spiluðum mikið golf og kepptum í liðakeppni undir dyggri stjórn Rögnvaldar Magnússonar (margfalds klúbbmeistara og golfkennara hjá GO) og Óskars Bjarna Ingasonar „Don Ozzi“, sem spilar með báðum sveitum GO. Æfingasvæðið á Sand Valley er framúrskarandi, þar sem slegið er af grasi, stór og mikil púttflöt við klúbbhúsið og fyrsta teig ásamt 6 holu æfingavelli semer tilvalinn í að skerpa á stuttaspilinu. Golfvöllur svæðisins er mjög góður, en þar voru 3 golfmót á vegum Ecco Tour mótaraðarinnar haldin frá 7.-19. apríl á þessu ári,“ segir Jóhann sem var mjög ánægður með matinn á staðnum.

„Maturinn á svæðinu er mjög góður, gott morgunverðarhlaðborð og frábær veitingastaður sem er opinn allan daginn. Eigandi Sand Valley er sérstakur áhugamaður um hamborgara og ég hef aldrei engið jafn góðan hamborgara á mínum golfferðalögum síðustu 20 ár. „The Best Burger in Golf,“ sagði Jóhann.

Sand Valley er 60 mínútur frá Gdansk flugvelli. Næsti bær er Elblag. „Ég mæli með að fara út að borða þangað og við erum með nokkra veitingastaði sem við mælum með. Við erum núna að bjóða sérstakt kynningartilboð á Sand Valley sem er í gildi í júní og tilvalið fyrir Íslendinga að skella sér eftir erfitt vor og lítið golf hér heima.“

Hér má sjá júní tilboð frá GB ferðum:

4 nætur kr. 95.000 á mann í tvíbýli

5 nætur kr. 110.000 á mann í tvíbýli

7 nætur kr. 130.000 á mann í tvíbýli

Innifalið:

Gisting í villu með fríu interneti

Akstur til og frá flugvelli

Morgunverðarhlaðborð í klúbbhúsinu

Súpuhádegisverður alla dagana.

Kvöldverður er innifalinn alla dagana.

Ótakmarkað golf

Frí golfkerra alla hringina

5 drykkir (Bjór/vín/gos)

Sand Valley vallarvísir.

Golfbílar:

€35 18 holes

€55 36 holur

Venjuleg golfkerra frítt.

Nánar á https://gbferdir.is/ferdir/sand-valley-polland