golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Haraldur úr leik í Englandi - fer á úrtökumót á 2. stigi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. október 2022 kl. 16:05

Haraldur úr leik í Englandi - fer á úrtökumót á 2. stigi

„Ég óð í færum en setti ekkert niður. Svo kom ein sprengja sem var dýr,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur en hann lauk leik á English Trophy mótinu á Áskorendamótaröðinni í Frilford Heath í Englandi í dag. Haraldur lék á einu höggi undir pari en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem var við -5.

Haraldur lék 9 holur í gær en þá var leik frestað og 27 holur leiknar í dag, föstudag. Haddi lék fyrri hringinn á +1 en seinni 18 holurnar á -2 með eina holu á þreföldum skolla. Par þar hefði komið okkar manni í gegnum niðurskurðinn.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Aðeins eitt mót er eftir á Áskorendamótaröðinni en hvorki Haraldur né Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru með þátttökukrétt þar en 45 efstu á stigalistanum keppa á lokamótinu og 20 efstu fá þátttökurétt á DP Evrópumótaröðinni.

Haraldur endaði í 79. sæti á stigalistanum og Guðmundur Ágúst í 93. sæti. Þeir fara báðir í úrtökumótið á 2. stigi en þar verður einnig félagi þeirra Bjarki Pétursson sem vann sér þátttökurétt þar eftir úrtökumót á 1. stigi nýlega.