Fréttir

Haraldur Franklín komst áfram í Abu Dhabi
Haraldur Franklín keppir í Abu Dhabi. Mynd/Grímur Kolbeinsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. maí 2023 kl. 11:36

Haraldur Franklín komst áfram í Abu Dhabi

Haraldur Franklín, atvinnukylfingur er í ágætum málum eftir 36 holur á móti á Áskorendamótaröðinni í Abu Dhabi. Haraldur er á einu höggi undir pari eftir tvo hringi, komst örugglega í gegnum niðurskkurðinn og er sex höggum frá efsta sætinu. 

„Völlurinn er langur og erfiður, blæs nokkuð vel. Mikill hiti. Þeir lofuðu okkur að spila í stuttbuxum vegna hita. Þetta er mjög gaman,“ sagði okkar maður í stuttu spjalli við kylfing .

Haraldur hefur æft vel í vetur undir stjórn Snorra Páls í Golfklúbbi Reykjavíkur og einnig hjá Viggó í Golfklúbbnum. „Ég er búinn að vera duglegur og verð það í keppnum ársins,“ sagði Haddi sem mun keppa í Hollandi eða Danmörku í þar næsta móti á mótaröðinni.

Staðan í Abu Dhabi.