Public deli
Public deli

Fréttir

Haraldur á parinu á Spáni
Haraldur við leik í Sevilla um síðustu helgi. Kylfingur/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 13. maí 2024 kl. 11:50

Haraldur á parinu á Spáni

Haraldur Franklín Magnús endaði jafn í 52. sæti á Challenge de Espana mótinu á Áskorendamótaröðinni en leikið var á Real Club Sevilla vellinum á Spáni um síðustu helgi. Haraldur endaði mótið á parinu og lék hingina á 72-69-72-75.

Haraldur fékk tvær „sprengjur“ á síðustu níu holunum, hann lék 10. brautina á 8 höggum, fjórum yfir og svo fékk hann tvöfaldan skolla á 15. braut. Fjórir fuglar á hringnum löguðu stöðuna eitthvað en þessi mistök kostuðu hann nokkur sæti. Þetta var fimmta móti Haraldar á mótaröðinni í ár og hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn í þrígang.

Haraldur í 58. sæti á stigalistnum á mótaröðinni. Félagar hans, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson, sem eru báðir með þátttökurétt á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Þeir léku báðir á sex yfir pari og voru nokkuð frá niðurskurði. Guðmundur hefur komist í gegnum niðurskurðinn í einu móti af þremur sem hann hefur tekið þátt í á þessari leiktíð. Axel hefur einnig leikið í þremur mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í neinu þeirra.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Haraldur er einn þeirra þremenninga sem er kominn með þátttökurétt í næsta móti sem verður í næstu viku í Danmörku. Axel og Guðmundur eru samt ofarlega á biðlista og gætu dottið inn.

Lokastaðan.