Fréttir

Guðmundur náði sér ekki á strik á Ryder vellinum í Róm
Guðmundur Ágúst á Simone vellinum í Róm en þar verður Ryder bikarinn í haust. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 6. maí 2023 kl. 14:02

Guðmundur náði sér ekki á strik á Ryder vellinum í Róm

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik á Ryder vellinum í Róm þegar hann lék Opna ítalska mótinu á DP Evrópumótaröðinni. Guðmundur endaði 36 holurnar á tólf yfir pari og hefur því lokið keppni.

Sjá má þekkt nöfn sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn á ítalska mótinu, m.a. Luke Donald, einvald Ryder Evrópuliðsins, Thomas Björn fyrrverandi Ryder-einvald og í hópnum voru einnig Ryder-leikmenn eins og Eduardo Molinari og Victor Dubuisson. 

Þetta er annað mót Guðmundar í röð eftir nokkurra vikna hlé. Hann hefur leikið á tíu mótum alls og náð í gegnum niðurskurðinn á þremur og unnið sér inn um 3,5 milljónir króna.

Guðmundur Ágúst heldur nú til Antwerpen í Belgíu þar sem hann keppir á Soudal Open á Rinkven vellinum. 

Lokastaðan í Róm.