golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Guðmundur höggi frá niðurskurði - 3 metra pútt krækti á síðustu holu
Guðmundur var óheppinn á síðustu brautinn á öðrum hring og vantaði aðeins högg til að komast áfram. Hér er hann í fyrri hringnu í mótinu. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 3. desember 2022 kl. 12:08

Guðmundur höggi frá niðurskurði - 3 metra pútt krækti á síðustu holu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Investec South African Open í Jóhannesarborg en þetta var hans annað mót á DP Evrópumótaröðinni. Guðmundur lék 36 holurnar á einu höggi undir pari en niðurskurðurinn miðaðist við -2.

Guðmundur lék fyrstu 18 holurnar á pari og var tvo undir pari eftir 6 holur á öðrum hring þegar fresta þurfti leik vegna hættu á eldingum. Hann lauk öðrum hring snemma í morgun, laugardag, og lék næstu 12 holur á einu höggi yfir pari. Hann þurfti par á síðustu holuna sem var 9. braut. 

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

„Ég sló tvö fín högg en ég fékk „flyer“ á annað höggið og boltinn flaug aðeins yfir flötina og endaði 14 metra frá flöt, ég gat púttað en var 3 metrum of stuttur. Krækti síðan í púttinu, boltinn fór hring í holunni og endaði uppi,“ sagði Guðmundur í stuttu spjalli við kylfing.is.

„Þetta var ágætis spilamennska í mótinu en járnahöggin og höggin með fleygjárnunum hefðu mátt vera betri. Það var fúlt að ná ekki að klára þetta og komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Guðmundur Ágúst sem hefur nú leikið á tveimur mótum. 

Næsta mót verður einnig í S-Afríku, á hinum þekkta Leopard Creek velli í Malelane 8.-11. desember. Þar er Guðmundur Ágúst 6. á biðlista yfir þátttakendur og því óvíst að hann verði meðal keppenda.