Fréttir

Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn - 2 hringir eftir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 15:48

Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn - 2 hringir eftir

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst áfram í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu á Spáni. Guðmundur átti flottan hring og kom inn á 5 undir pari, 67 höggum í fjórða hringnum sem kom honum auðveldlega í gegnum niðurskurðinn sem var við -5. Guðmundur er á 13 undir pari.

Hann sagði í stuttu spjalli við kylfing.is að hann hafi leikið ágætlega og sett niður mörg pútt. Guðmudnur fékk sex fugla og einn skolla.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Nú er lokaprófið framundan. Tuttugu og fimm efstu fá þátttökurétt á DP Evrópumótaröðinni. 

Svínn Simon Forsström er efstur á 21 höggi undir pari. Ljóst er að það verður mikil spenna á síðustu hringjunum í þessu maraþongolfmóti.

Bjarki Pétursson lék á 4 yfir pari í dag og endaði á +21 og náði sér aldrei á strik í lokaúrtökumótinu. 

Staðan eftir 72 holur.