Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Guðmundur Ágúst í 2. sæti í Danmörku - Haraldur og Axel líka góðir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 26. maí 2024 kl. 21:47

Guðmundur Ágúst í 2. sæti í Danmörku - Haraldur og Axel líka góðir

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sínum besta árangri í langan tíma þegar hann endaði jafn í 2. sæti á Danish challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Guðmundur Ágúst lék á 16 höggum undir pari, þremur höggum á eftir Andreas Halvorsen frá Danmörku sem sigraði.

En það var ekki bara Guðmundur sem stóð sig vel því Haraldur Franklín og Axel Bóasson áttu líka gott mót. Haraldur var í forystu eftir fyrsta daginn á sex undir pari en lék næstu tvo hringi samtals á parinu, endaði svo lokahringinn á fimm undir pari, samtals á 11 undir pari, jafn í 13. sæti.

Axel Bóasson náði sinni bestu frammistöðu á Áskorendamótaröðinni þegar hann endaði jafn í 37. sæti á sjö höggum undir pari. Axel lék þrjá hringi á undan pari og einn á parinu og náði frammistöðu sem hann getur byggt á.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024